LOGI ullarbuxur
5.995 kr.
Hlýjar og góðar síðar nærbuxur úr mjúkri blöndu úr merinóull fyrir börn. Gott grunnlag er lykillinn að því að vera hlýtt og geta notið útiverunnar.
Þvottaleiðbeiningar
Þú getur fundið leiðbeiningar um það hvernig best er að þvo þína Cintamani flík innan á flíkinni sjálfri.
Cintamani Ullarnærföt má þvo í þvottavél. Ekki þvo flíkina á hærri hita en ráðlagt er á þvottaleiðbeiningum flíkurinnar sjálfrar, vanalega er mælt með að ekki sé þvegið útivistaflíkur á hærri hita en við 30°C.
Mýkingarefni getur eyðilagt útivistaflíkur og ekki ætti að nota þau. Það er mælt með því að notuð sé minna en matskeið af þvottaefni, sem er án aukaefna eða sérstakt þvottaefni fyrir ull. Það er sérstaklega varað við þvottaefnum með mýkingarefnum.
Það fer illa með ull að setja hana í þurrkara og það má alls ekki strauja hana.
Lokaðu öllum rennilásum og frönskum rennilásum, nema þeim sem eru fyrir vösum, áður en flíkin er þvegin.
Til að fara sem best með flíkina í þvotti, er best að velja kerfi í þvottavélinni sem er ætlað viðkvæmum þvotti, eins og ullarkerfi og forðast að vinda.
NÁNAR UM FLÍKINA
- Hlýjar síðar nærbuxur úr 80% 220 g/m merinóull og 20% pólýamíði sem tryggir góða teygju og endingu um leið og það færir svita frá húðinni svo hún haldist þurr
- Flatir saumar til að koma í veg fyrir að þeir erti húðina
- Hið fullkomna grunnlag sem hentar vel undir allan fatnað
Þér gæti einnig líkað við…
Börn