Skilmálar Cintamani

Cintamani vörur gangast undir strangt gæðaeftirlit og prófanir. Tveggja ára ábyrgð er á öllum vörum Cintamani en ábyrgðin nær yfir efnisgalla og frágang á vörum en ekki yfir slæma meðferð, eðlilegt slit, tjón, ranga meðferð í þvotti og annað slíkt. Aðeins er tekin ábyrgð á vörum sem hægt er að sýna fram á að séu keyptar á seinustu tveimur árum, þá annað hvort með kassastrimli eða með útprentun af kortayfirliti eða yfirliti af heimabanka sem viðskiptavinur útvegar.

Ef galli kemur upp í vöru frá okkur býðst viðskiptavinum að koma með vöruna í verslun okkar að Austurhrauni 3, 210 Garðabæ, eða senda flíkina til okkar á sama heimilisfang. Þar þarf verslunarstjóri að leggja mat á það hvort um galla sé að ræða eða ekki, þetta mat getur tekið allt að þrjá virka daga.

Ef varan reynist gölluð er hún send í viðgerð á okkar kostnað, ef það hins vegar reynist ómögulegt eða svarar ekki kostnaði útvegum við nýja flík að sama verðmæti í samráði við viðskiptavin. Ath. að viðgerð á flík getur tekið allt að 7-10 daga. Varðandi skil á vörum í Outleti þá gilda þar sömu reglur um skil og í hinum verslunum okkar gegn því að sýna kassastrimil. Ef það er hins vegar tekið fram við kaup á vörunni að um sýnishorn eða útlitsgallaða vöru sé að ræða er ekki hægt að skila henni og ábyrgðin okkar nær ekki yfir þær vörur sem þetta á við um.

Öll verð, myndir og vörulýsingar á heimasíðu Cintamani eru birtar með fyrirvara um villur.

Afgreiðsla pantana

Allar pantanir eru afgreiddar á næsta virka dag. Í einstaka tilfellum getur komið í ljós að vara sé uppseld. Í þeim tilfellum er viðskiptavini boðið að fá vöruna endurgreidda eða breyta yfir í aðra vöru. Allar vörur eru sendar með Íslandspósti. Ekkert gjald er tekið fyrir sendingar innanlands. 

Greiðslur:

Allar greiðslur í gegnum vefverslun okkar eru í gegnum örugga greiðslugátt Valitor.is og geymum við ekki kortanúmer greiðanda. Tekið er við millifærslu og netgíró.

Skilafrestur

Hægt er að skila vörum gegn endurgreiðslu eða fá vörunni skipt í aðra. Skilafrestur er 15 dagar frá því að vara er afhent. Eftir 15 daga fellur endurgreiðsluréttur niður. Varan þarf að vera ónotuð og koma í upprunalegum pakkningum. Hafi verið greitt með kreditkorti er endurgreiðsla lögð aftur inná sama kort.

Persónuvernd

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að skrá sig á póstlista og fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. netfang.

Úrlausn vafamála

Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu.. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda .

Þjónusta og upplýsingar

Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum þeim upplýsingum er varða kaupin á vefverslun@cintamai.is til að fá úrlausn á því sem hann vantar. Kaupandi getur einnig hringt í síma 533-3823 til að fá beint samband við vefverslun.

Annað:

Cintamani tekur ekki ábyrgð á röngum verðum sem kunna að vera inná síðunni. Cintamani áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt.