Skeljar

  • Nauðsynlegt er að þvo skeljar reglulega af því að óhreinindi hafa áhrif á eiginleika efnisins sem þær eru framleiddar úr. Þetta á bæði við öndun og vatnsheldni. Til þess að fjarlægja óhreinindi sem setjast í það er mikilvægt að meðhöndla þær rétt við þvott.
  • Í skeljunum er efni sem hefur sérstaka „DWR“ húð sem gerir flíkina vatnsfráhrindandi. Við mikla notkun á hún til að eyðast en hægt er að nota sérstakan úða til að endurnýja hana. Ef þér finnst flíkin vera farin að draga í sig bleytu er kominn tími á að endurnýja þessa húð. Þvoið í þvottavél á 30 gráðum og þurrkið í um það bil 20 mínútur á lagum hita í þurrkara. Þetta eitt og sér getur endurvakið vatnsheldnina. Ef ennþá er raki í flíkinni er best að hengja hana upp og lata hana alveg þorna. Ef þetta er ekki nægilegt til að endurvekja vatnsheldnina er mælt með að nota framangreindan úða (spray)
  • Lokið öllum rennilásum og losið um allar teygjanlegar reimar á flíkinni áður en hún fer í vélina.
  • Alltaf að þvo við 30 gráður í þvottavél eða í höndunum. Við mælum með því að nota sérhæft þvottaefni, t.d. frá Nik Wax. Passið vel að skola vel alla sápu úr flíkinni.
  • Setjið í þurrkara í um það bil 20 mínútur á lægsta hita eða hengið upp til þerris.
  • Lesið alltaf allar þvottaleiðbeiningar á miða innan á flíkinni. Þar gætu verið sérstakar aukaleiðbeiningar út af ákveðnu efni eða virkni vörunnar.

Forðist

  • Að nota mýkingarefni og klór. Hvort tveggja er algjör bannvara og á aldrei að komast í snertingu við fatnaðinn.
  • Að nota blettahreinsi. Erfiða bletti má bursta létt með smá vatni og vottaefni.
  • Að nota hefðbundið þvottaduft. Sérstaklega þessi sterku efni eins og Ariel.
  • Að nota háan hita þegar þurrkað er í þurrkara.
  • Að geyma flíkina raka ofan i bakpoka í lengri tíma.

Dúnfylltar flíkur

  • Dúnn er frábært náttúrulegt efni sem veitir góða einangrun frá kulda. Til þess að hann haldi eiginleikum sínum er mikilvægt að meðhöndla og þrífa dúnflíkur á réttan hátt.
  • Þvoið dúnflíkur á 30 gráðu hita í þvottavél eða í höndunum. Notið eingöngu sérhæft þvottaefni, eins og t.d. frá Nik Wax, ef ykkur þykir þurfa. Þá er mjög mikilvægt að skola alla sápu vel úr flíkinni.
  • Sleppið þvi að vinda dúnflíkur en leggið frekar á t.d. standandi snúrur. Til að koma í veg fyrir að dúnn klessist saman og þorni þannig er mikilvægt að hrista flíkina duglega áður en hún er lögð til þerris. Eins er gott að hrista hana reglulega á meðan hún þornar.
  • Um leið og mesta bleytan er runnin úr flíkinni má setja hana í þurrkara á lægsta hita. Nauðsynlegt er að setja tennisbolta með í þurrkarann, helst tvo. Boltarnir berja flíkina og leysa fiðrið í sundur.
  • Lokið öllum rennilásum og losið um allar teygjanlegar reimar á flíkinni áður en hún fer í vélina.
  • Lesið alltaf allar þvottaleiðbeiningar á miða innan á flíkinni. Þar gætu verið sérstakar aukaleiðbeiningar út af ákveðnu efni eða virkni vörunnar.

Forðist

  • Að nota mýkingarefni og klór. Hvort tveggja er algjör bannvara og á aldrei að komast í snertingu við fatnaðinn.
  • Að nota blettahreinsi. Erfiða bletti má bursta létt með smá vatni og vottaefni.
  • Að nota hefðbundið þvottaduft. Sérstaklega þessi sterku efni eins og Ariel.
  • Að nota háan hita þegar þurrkað er í þurrkara.
  • Að geyma flíkina raka ofan i bakpoka í lengri tíma.
  • Að vinda flíkina í þvottavél eða í höndunum. Kreystið frekar til að ná mestu bleytunni úr.

Flíkur fylltar með Primaloft

  • Primaloft flíkur er í senn mjög einangrandi og hafa mikla öndunareiginleika. Primaloft hrindir einnig frá sér vatni og missir ekki einangrunareiginleika sína þótt það blotni.
  • Primaloft þornar á stuttum tíma, er mjög létt og hentar því vel í flesta útivist. Það pakkast líka vel og tekur lítið pláss í bakpokanum. Sterkt efni með langan líftíma.
  • Það er gott að vita aðeins um tæknina að baki efnisins til að skilja af hverju það er mikilvægt að þvo Primaloft flíkur á réttan hátt. Efnið er gert úr 100% polyester og er samsett úr mjög fíngerðum þráðum. Þessir þræðir byggja upp lítil loftrými sem fanga hitann frá líkamanum og halda honum þar. Þess vegna andar efnið mjög vel og nær því að halda hita á líkamanum.  Þetta er ekki ólíkt þeim eiginleikum dúns, en ef ekki er hugsað rétt um Primaloft flíkina og hún ekki þvegin á réttan hátt geta þessir eiginleikar tapast.
  • Lokið öllum rennilásum og losið um allar teygjanlegar reimar á flíkinni áður en hún fer í vélina.
  • Þvoið Primaloft flíkur við 30 til 40 gráðu hita í þvottavél, helst með sérhæfu þvottaefni á borð við Nik Wax. Það er mjög mikilvægt að skola alla sápu vel úr flíkinni.
  • Setjið í þurrkara á lægsta hita eða hengið upp til þerris. Of mikill hiti skemmir efnið.
  • Takið flíkina beint úr þurrkaranum þegar hún orðin þurr.
  • Lesið alltaf allar þvottaleiðbeiningar á miða innan á flíkinni. Þar gætu verið sérstakar aukaleiðbeiningar út af ákveðnu efni eða virkni vörunnar.

Forðist

  • Að nota mýkingarefni og klór. Hvort tveggja er algjör bannvara og á aldrei að komast í snertingu við fatnaðinn.
  • Að nota hefðbundið þvottaduft. Sérstaklega þessi sterku efni eins og Ariel.
  • Að strauja eða nota heita gufu.

Flísflíkur úr Tecnostretch og Fleece

  • Þvoið flíkina í þvottavél á 30 gráðu hita. Notið milt þvottaduft eða mjög lítið af því. Ekki nota mýkingarefni. Veljið þvottakerfi fyrir viðkvæmar flíkur og lágan vinduhraða. Mælt er með að snúa flíkinni við til að lágmarka hnökur.
  • Lokið öllum rennilásum og losið um allar teygjanlegar reimar á flíkinni áður en hún fer í vélina.
  • Lesið alltaf allar þvottaleiðbeiningar á miða innan á flíkinni. Þar gætu verið sérstakar aukaleiðbeiningar út af ákveðnu efni eða virkni vörunnar.

Forðist

  • Að nota mýkingarefni og klór. Hvort tveggja er algjör bannvara og á aldrei að komast í snertingu við fatnaðinn.
  • Að strauja eða nota heita gufu.

Mjúkar Skeljar (Soft Shell)

  • Þvoið flíkina í þvottavél á 30 gráðu hita. Notið milt þvottaduft eða mjög lítið af því. Ekki nota mýkingarefni. Veljið þvottakerfi fyrir viðkvæmar flíkur og lágan vinduhraða. Mælt er með að snúa flíkinni við til að lágmarka hnökur.
  • Lokið öllum rennilásum og losið um allar teygjanlegar reimar á flíkinni áður en hún fer í vélina.
  • Lesið alltaf allar þvottaleiðbeiningar á miða innan á flíkinni. Þar gætu verið sérstakar aukaleiðbeiningar út af ákveðnu efni eða virkni vörunnar.

Forðist

  • Að nota mýkingarefni og klór. Hvort tveggja er algjör bannvara og á aldrei að komast í snertingu við fatnaðinn.
  • Að strauja eða nota heita gufu.