FÍFA

Aðsniðin og kvenleg Primaloft-úlpa fyrir konur sem býr yfir frábærri vatns-og vindvörn. Létt og lipur flík sem hentar jafnt í fjallaferðir og búðarráp.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Þvottaleiðbeiningar

 • CIN_2018-icon_fljotthornandi
  Fljótþornandi
 • CIN_2018-icon_primaloft
  Primaloft fyling
 • CIN_2018-icon_lett
  Létt
 • CIN_2018-icon_godondun
  Góð öndun

NÁNAR UM FLÍKINA

 • Aðsniðinn PrimaLoft jakki fyrir konur.
 • Ytra byrði er úr ofurléttu nylon efni sem er meðhöndlað af Pertex á þann hátt að það hefur vatnsfráhrindandi eiginleika og er sérstaklega sterkt. 100% Nylon.
 • "ripstop" efni er ofið á þann hátt að það rifnar síður og skyldi það rifna stækkar rifan síður
 • Létt og góð 100gr. PrimaLoft silver Eco fylling
 • PrimaLoft silver Eco er endurunnið gerviefni sem samanstendur af fjölmörgum mjúkum, örþráðum sem halda hita að líkamanum. Þræðirnir eru vatnsfráhrindandi og haldnir þeim eiginleika að hleypa svita vel út
 • Tvöfaldur YKK® rennilás að framan
 • Tveir vasar með YKK® rennilás
 • Hægt að stilla op og vídd á hettu
 • Stillanleg teygja við fald
 • Stroff inn í ermum með gati fyrir þumalputta úr mjúku quick dry efni
 • Pakkast vel saman
 • Hægt er að nota jakkann sem ysta lag en einnig er hægt að nota hann undir skeljar

Þér gæti einnig líkað við…

15.995 kr.

Fylgihlutir

CINTAMANI LOGO HAT

2.995 kr.