UM CINTAMANI

CINTAMANI, EINSTAKUR ÍSLENSKUR FATASTÍLL

Ísland er þekkt um heim allan sem stærsta eldfjallaeyja jarðar. Eldgosin hér eru stórbrotin og veðrið okkar hefur mörg andlit, sem sum geta verið býsna öfgakennd. Þetta veður hefur mótað lífsstíl okkar, hvort sem um er að ræða júnímorgun á kafi í snjó, kröftug haglél í desember eða miðnætursólina. Í landi þar sem ekki telst til tíðinda þegar veðrið breytist á einum klukkutíma, úr sólskini í rigningu og vind, eða slyddu, verður réttur klæðaburður að jafnvægislist og daglegri áskorun. Við Íslendingar kunnum þar með öðrum fremur að sameina hagnýtan hversdagsklæðnað og flottan stíl. Á grundvelli þessa hæfileika höfum við hjá Cintamani þróað með okkur góða tilfinningu fyrir hönnun fallegs útivistarfatnaðar með tískuívafi.

Veðurskilyrðin sem við búum við á Íslandi gera eyjuna okkar að einstökum tilraunastað fyrir framleiðendur útivistarfatnaðar. Í yfir 20 ár hefur Cintamani mótað íslenskan fatastíl með því að sameina undir einu merki hátækniefni og nútímalegan stíl fyrir hversdagsfatnað kvenna, karla og barna. „Dress Code Iceland“ er þannig með réttu slagorð vörumerkisins Cintamani.

 

CINTAMANI, GIMSTEINN HINNA GÓÐU ÓSKA

Orðið Cintamani kemur upprunalega úr sanskrít og merkir „gimsteinn hinna góðu óska“. Í sagnaarfi búddista og hindúa segir frá töfragimsteini sem féll af himnum og býr yfir orku sem getur látið allar óskir rætast. Aðeins þeir sem eru hughreinir og umgangast náttúruna af virðingu geta fundið steininn sem er falinn í Himalayafjöllum. Komist steinninn í réttar hendur tekur hann að glóa og uppfyllir allar góðar óskir.

Hjá Cintamani snýst allt um að verja þann sem klæðist flíkunum. Cintamani fatnaðurinn heldur þér hlýjum, þurrum og brosandi. Ánægður notandi Cintamani er varinn fyrir veðri og vindum og lítur vel út í fallegum fatnaði.

 

UM CINTAMANI

Gæðakröfur okkar:

Markmið okkar er að bjóða upp á efni í hæsta mögulega gæðaflokki. Við veljum hágæða efni aðallega frá Ítalíu (flís, mjúkskel) og Japan (harðskel). Cintamani er hannað á Íslandi en er framleitt í Búlgarí, Litháen og í Kína. Við sættum okkur ekki við það næstbesta og við veljum framleiðslustaði okkar af kostgæfni og gætum þess vandlega að þeir uppfylli allar reglur, staðla og fyrirmæli varðandi bæði starfsfólk, umhverfiskröfur og framleiðsluferli. Þá leggjum við einnig mikla áherslu á stöðugt gæðaeftirlit með vörum okkar. Við höfum sett saman sérstakt eftirlitsteymi sem prófar fatnaðinn okkar og veitir hönnunarteyminu okkar mikilvægar upplýsingar. Þetta er það sem tryggir okkur góðan árangur.

 

Markhópur okkar:

Við metum hvern einasta viðskiptavin okkar mikils og höfum það að markmiði að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með gæði og hönnun fatnaðarins og hafi löngun til að koma aftur. Þeir sem stunda útivist eiga að líta vel út og finnast þeir öruggir þegar þeir klæðast Cintamani.

Cintamani er ekki aðeins útivistarfatnaður, hann ekki síður flottur götuklæðnaður. Það er hægt að treysta því að fatnaður frá okkur hentar hvenær sem er og hvort sem um útivist er að ræða, eða önnur tilefni, þá er klæðnaður frá Cintamani alltaf við hæfi. Cintamani á þannig jafn vel við á skrifstofunni og í þínu daglega lífi. Cintamani hentar einnig við iðkun íþrótta og við þjónustum fólk sem iðkar ólíkar íþróttir, allt frá fjallgöngum til golfs. Cintamani hefur um árabil verið traustur félagi íþróttamanna og annarra á Íslandi.

 

Vörulínur okkar:

Vörulínur okkar hafa verið í sífelldri þróun á síðustu árum og í dag getum við boðið upp á fjölbreytt vöruúrval, allt frá útivistarfatnaði fyrir börn til búnaðar fyrir fjallgöngumenn. Til að fullkomna úrvalið bjóðum við einnig upp á margvíslega fylgihluti, líkt og bakpoka og skó.

Við notum sömu gæðaefnin fyrir allar vörur okkar, hvort sem um er að ræða föt fyrir börn eða fullorðna. Við trúum því að börnin skipti sérstaklega miklu máli þar sem þau eyða miklum tíma úti við og þurfa þess vegna mestu mögulegu gæði.

  • Flís- og mjúkskelja vörulínan okkar er mjög vinsæl og þekkt á Íslandi. Ástæðan fyrir því eru gæðin því vörurnar eru afar mjúkar, léttar og þunnar en um leið hlýjar og slitsterkar.
  • Við bjóðum bæði fatnað úr mjúkskel með flís-líningu og léttari fatnað án flís-líningar. Allar vörurnar okkar úr mjúkskel hrinda frá sér vatni og eru vindheldar.
  • Vörurnar okkar úr mjúkskel eru sérlega vinsælar fyrir íþróttir, útivist og daglega notkun.
  • Harðskelja vörulínan okkar samanstendur af tveggja laga fatnaði, tveggja og hálfs laga fatnaði og þriggja laga fatnaði. Þriggja laga fatnaðurinn er sá tæknilegasti sem er í boði, með besta öndun og bestu vatnsheldnina.
  • Dúnúlpurnar okkar eru alveg sérstaklega eftirsóttar. Þær eru mjög léttar og þægilegar og er fyllingin úr 80-90% andadún og 10-20% fiðri.
  • Við notum einungis andadún sem er plokkaður af slátruðum öndum sem nýttar eru til manneldis.
  • Úlpurnar okkar eru með ekta loðkraga úr þvottabjarnaskinni.
  • Allar vörur okkar eru framleiddar með dýravernd að leiðarljósi.

Litir og form:

Okkur hjá Cintamani þykir alveg ótrúlega gaman að sterkum litum og skemmtilegum litasamsetningum yfir bryddingum og smáatriðum. Við hugum sérstaklega að því að fötin okkar falli vel að líkamanum og að viðskiptavinir okkar líti vel út. Sniðin og formin á flíkunum okkar fylgja hreyfingum líkamans og þörfum útvistarfólks.

 

ÞRIGGJA LAGA KERFIÐ

Það er mikilvægt að viðskiptavinir okkar viti hvernig best er að velja saman föt og þriggja laga kerfið er besta leiðin til að halda á sér hita, koma í veg fyrir rakamyndun og mæta öllum veðrum. Ef klæðnaðurinn er lagskiptur á réttan hátt er maður vel búinn og getur tekist áhyggjulaust á við hvað sem er.

Fyrsta lag

Innsta lagið er það lag af fötum sem við klæðumst næst húðinni. Það er mikilvægt að velja innsta lagið vel þar sem það hefur mikið um það að segja hvort okkur verði kalt eða ekki. Við mælum alveg sérstaklega með merino ull sem innsta lagi en fyrir þá sem þola ekki ullina þá getum við mælt með Dry Fast® línunni okkar.

Mikilvægt er að klæða sig ekki í bómull næst húðinni þegar haldið er út í kuldann. Bómullin kólnar um leið og hún blotnar og kælir þar með húðina. Ef bómull er notuð sem innsta lag þá breytir engu um hve þykk og hlý lög eru notuð yfir hana, bómullin getur samt sem áður verið köld við húðina.

Annað lag

Í annað lagið mælum við með Technopile eða Technostretch, sem eru flísefni, eða Tech-Wool sem er blanda af ull og flís. Einnig er tilvalið að nýta primaloft eða aðrar flíkur sem ekki flokkast sem skeljar sem annað lag. Annað lagið veitir þá auka hlýju sem við þörfnumst þegar sérstaklega kalt er í veðri.

Þriðja lag

Þriðja lagið er ýmist úr harð- eða mjúkskel, allt eftir veðri, umhverfi og athöfnum.Leitarorð

Enginn